23.11.2013 | 12:06
Athafnaleysi fyrri ráðherra
Maður tók eftir því þegar síldin var að drepast umvörpum síðastliðinn vetur, að engin viðbrögð komu frá þáverandi umhverfisráðherra, né frá ráðuneytinu. Einnig heyrðist ekkert frá Umhverfisstofnun þó svo að þetta hafi líklega verið eitt mesta mengunarslys hér við land á síðari tímum.
Og ekkert heyrði maður um að vinna væri hafin við að koma í veg fyrir að slíkt umhverfisslys gerðist aftur. Vorið leið og sumarið og ekkert var gert fyrr en núverandi ráðherra (já, þessi sem er að afnema ný náttúruverndarlög fyrri umhverfisráðherra) fór að gera eitthvað í málinu.
Þarna fór dýrmætur tími til spillis og nú er aftur stórhætta á öðru eins slysi.
Sem betur fer höfum við þó umhverfisráðherra núna sem situr ekki aðgerðarlaus með hendur í skauti heldur bregst fljótt og vel við.
Já, það er athafnir sem segja til um hvort þú "elskir landið þitt" og umhverfið en ekki eintóm orðin.
Góð veiði í Kolgrafafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.