En ekki í landsliðinu!

Aron Kristjánsson er greinilega við sama heygarðshornið og Guðmundur Guðmundsson var áður, þ.e. að veðja alltaf á sama leikstjórnandann, sama hvað hann er lélegur.

Ég á við Snorra Stein sem enn og aftur fær traustið til að stjórna sóknarleik íslenska liðsins, þótt lítil eða engin ógnun hafi verið í leik hans mörg undanfarin ár (frekar spilað sem annar línumaður landsliðsins en ógnandi útileikmaður). Reyndar eru þetta sömu örlög og Ragnar Óskarsson þurfti lengi að glíma við, en hann lék lengi í Frakklandi og var löngum markhæstur leikmanna þar án þess að fá nein tækifæri með íslenska landsliðinu sem heiti geti.

Nú er aftur kominn ekta línumaður sem valkostur í stað Snorra Steins, en samt er sá gamli enn og aftur valinn.

Aron Kristjánsson er greinilega ekki að koma með neina nýja hluti sem landsliðsþjálfari. Ef liðið stendur sig nú ekki á HM, rétt eins og það klikkaði á síðasta móti undir stjórn Arons, finnst mér eðlilegt að hann fá reisupassann.

En þó ég spái lélegu gengi liðsins nú í janúar spái ég því að Aron verði áfram ... Svona er nú bara hinn íslenski íþróttaheimur. 


mbl.is Gunnar Steinn í liði umferðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband