Góður sigur en ...

...margt að. Norðmenn komu virkilega á óvart með slökum leik miðað við liðið sem þeir eru með. Ég held að þjálfarinn sé vandamálið og auðvelt að "lesa" hann.

Annars komu veikleikar íslenska liðsins vel í ljós þegar Aron meiddist. Sem betur fer var forskotið orðið stórt þá og hélst svo til allan leikinn.

Skyttuna fyrir utan vantaði eftir það, þó svo að Arnór leysti þá stöðu eins vel og hægt var meðan hann hafði orku í það. Eftir það var liðið ekki með neina skyttu vinstra megin og leikstjórnandinn Gunnar Steinn Jónsson þurfti að spila þá stöðu um tíma. Þá var sóknin ekki burðug með hann og Snorra Stein fyrir utan. Sem betur fer leysti hægri vængurinn hlutverk sitt með prýði.

Þá var varnarleikurinn oft á tíðum ekki burðugur. Á tímabili voru þrír menn inná sem ekki spila vörn, Snorri Steinn, Gunnar og Róbert! Sem betur fer voru Norðmenn of lélegir til að notfæra sér það.

Vegna þessa var ekki hægt að nota Róbert lengur og munaði um hann í sókninni.

Hér kom vel í ljós að það voru mistök hjá Aroni þjálfara að taka Ólaf Guðmundsson út úr liðinu. Aron getur bætt fyrir mistökin með því að setja hann inná fyrir Gunnar Steinn í leiknum gegn Ungverjum.

 


mbl.is Kúabjöllurnar þögnuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 460036

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband