16.1.2014 | 14:21
Ýmislegt hægt ... án Snorra!
Já það er vel hægt að vinna lið eins og Spánverjana en þá þurfum við annan leikstjóranda en Snorra. Hann heldur niðri hraðanum í sóknarleikinum, eins og glögglega kom fram í leiknum gegn Ungverjum, ógnar lítið sem ekkert og skorar sömuleiðis sárasjaldan.
Þá er hann auðvitað kolómögulegur varnarmaður sem andstæðingarnir nýta sér mjög vel með að keyra á íslenska liðið þegar það missir boltann.
Annars er það furðulegt hvað íþróttafréttamennirnir eru hræddir við að gagnrýna Snorra. Menn fá svo sannarlega að heyra það sumir hverjir þegar þeir standa sig ekki nógu vel - en ekki Snorri!
Hvað veldur? Er "vina"samfélagið svo sterkt innan stéttarinnar að enginn vill gagnrýna soninn hans Gaupa, sama hvað hann er lélegur (og Gaupi leiðinlegur)?
Snorri: Förum í leikinn til að vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 42
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 458088
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.