Kaupverði "stillt í hóf"!

"Kaupverð og kjör eru trúnaðarmál á milli kaupanda og seljanda. Það liggur hins vegar fyrir að verði eignanna er stillt í hóf...“ segir forstjóri Síldarvinnslunnar.

Eitt sinn var ég eitthvað að athuga dæmi um það þegar íslenskir athafnamenn fengu ríkiseignir á silfurfati.

Rakst ég þá á grein eftir Pál Pétursson, fyrrum ráðherra fyrir Framsókn, þar sem hann lýsti því hvernig nefndur Róbert Guðfinnsson fékk útgerð Ríkisins, Þormóð Ramma, á 900.000 kr. Átti hann Ólafi Ragnari Grímssyni það að þakka en hann var þá fjármálaráðherra. 

Það var upphaf ríkidæmis Róberts en hann seldi útgerðina (og aðra í Ólafsfirði) á "réttum" tíma og hélt á vit ævintýranna í Mexíkó (og Chile að mér skilst). Þar fór hann tvisvar á hausinn að mig minnir en kom samt hingað upp með fúlgur fjár og hefur fjárfest mikið á Siglufirði.

Týndi sonurinn kominn heim og vill bæta fyrir að hafa farið á sinni tíð burt með allt verðmæti af staðnum.

Vonandi er iðrunin einlæg og þessi "stillt í hóf"-kaup ekki enn ein gjöfin sem á eftir að koma bæjarfélaginu um koll.


mbl.is Selja eignir sínar á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband