Heppni!

Já, það er óhætt að segja að Íslendingar hafi verið heppnir með andstæðinginn og að miklar líkur sé á því að handboltalandsliðið komist á HM á næsta ári.

Það voru ekki allir svona heppnir. Þarna verður stórleikur á milli Pólverja og Þjóðverja og gæti svo farið að Þjóðverjarnir sitji heima á öðru stórmótinu í röð (já eða Pólverjar sem urðu í 6. sæti á EM).

Annar stórleikur er á milli Ungverja og Slóvena og getur þá það sama skeð, að Slóvenar sitji aftur heima.

Síðan eru það þrjú lið, sem komumst í úrslitakeppnina á EM, sem komast alveg örugglega ekki til Katar.

Það eru Serbar eða Tékkar,  Austurríki eða Noregur - og Svartfjallaland eða Hvíta-Rússland.

Svíar, Makedónía og Rússar ættu hins vegar að komast örugglega áfram.

---------- 

Annars er furðulegt að RÚV skuli ekki sýna leikinn um bronsið milli Spánverja og Króata núna kl. 14. Í staðinn eru þeir með stanslausar endursýningar á aðalrásinni og Reykjavíkurleikana á íþróttarásinni.

Þetta er auðvitað fáránlegt, enda hafa þeir eflaust keypt sýningarréttinn svo það kostar RÚV ekkert að sýna leikinn.

Ónei, í staðinn er verið að sýna Helga syngja Hauk í þriðja sinn og annað eftir því! 


mbl.is Ísland mætir Bosníu í umspili fyrir HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband