Kratarnir og spillingin!

Þetta mál sýnir auðvitað bara eitt að krötum er alls ekki treystandi! Það kom auðvitað ágætlega í ljós í síðustu ríkisstjórn, svo sem í Magmamálinu.
Þetta mál hjá "vinstri" stjórninni í Danmörku svipar mjög til Magmamálsins en deilurnar snúast jú um sölu á hlut af raforkufyrirtækinu Dong til bankans illræmda Goldman Sachs þó svo að hann hafi ekki átt hæsta tilboðið og að hlutnum verði stjórnað af skúffufyrirtækjum í Luxemborg og Cayman-eyjum.
Systurflokkur Vinstri grænna í Danmörku - SF - taldi sig fyrst knúinn til að samþykkja samninginn til að bjarga stjórninni frá falli. Þar með þurfti hann að fórna fjölda flokksmanna, þar af þremur í hæstu stöðum innan hans sem hafa sagt sig úr flokknum. Minnir óneitanlega á brotthvafið úr VG í tíð síðustu ríkisstjórnar.

En ólíkt því sem gerðist hér heima þá reis danski systurflokkurinn sem slíkur upp gegn flokksforystunni, neyddi formanninn til að segja af sér og sleit stjórnarsamstarfinu

Og nú er komið í ljós að sala á þessum hlut ríkisfyrirtækisins er liður í olíuvinnsluáformum við Grænland, sem sé hápólitískt gróða- og spillingarfyrirbæri sem jafnaðarmannaflokkur á aðild að - enn einu sinni:
http://jyllands-posten.dk/politik/ECE6446756/el-regeringen-lyver-om-dongs-kapitaltilfoersel/


mbl.is Stjórnarkreppa í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband