Pussy Riot Bandaríkjamanna?

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð heimsins við þessum fáránlega dómi (þriggja ára fangelsi fyrir að spreyja slagorð á vegg) og bera saman við viðbrögðin þegar Pussy Riot liðið var ákært og að lokum dæmt fyrir helgispjöll í Rússlandi.

Reyndar er viðbúið að viðbrögðunum nú ljúki með þessari frétt, að við heyrum ekki af málinu og að nunnan muni bera beinin í fangelsinu. Hún verður amk ekki stöðugt í fréttum eftir þetta eins og var reyndin með Pussy Riot, enda hafa réttarhöldin ekki vakið neina athygli öfugt við það sem gerðist í Rússlandi.

Af hverju ætli það sé? Ég held að svarið sé augljóst. Við lifum enn á tímum "kalda" stríðsins. Allt sem Rússarnir gera eru dæmi um harðstjórn og spillingu þar í landi en ef eitthvað svipað gerist í Bandaríkjunum þá yppir maður bara öxlum. Þetta eru jú bandamenn okkar.

Ég kalla þetta hins vegar hræsni. 

 


mbl.is Nunnan dæmd í þriggja ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband