Leikæfingin maður!

Það er næstum alltaf jafn skondið að sjá valið á íslenska landsliðshópnum í karlafótbolta. Þar skiptir leikæfinginn gjörsamlega engu máli, jafnvel betra að leikmennirnir hafi leikið sem fæsta leiki.

Gott dæmi um það eru þeir Birkir Bjarnason og Eggert Jónsson. Eggert hefur aðeins þrisvar verið í byrjunarliðinu hjá Belenenes núna í vetur og í tveimur síðustu leikjum hefur hann ekki einu sinni verið í leikmannahópnum. Það er ekki vegna þess að liðið sé svona sterkt því það er í 3. neðsta sæti portúgölsku deildarinnar. Það er reyndar virkilega skrítið að sjá Eggert í liðinu á kostnað Hallgríms Jónassonar sem stóð sig mjög vel í fyrsta leiknum í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarhléð (0-4 sigur á útivelli).

Sögu Birkis Bjarnasonar þekkja flestir. Hann hefur einu sinni verið í byrjunarliðinu hjá Sampdoria í vetur í ítölsku úrvalsdeildinni en fjórum sinnum komið inná, yfirleitt í örfáar mínútur. Og það er ekki heldur vegna góðs árangurs liðsins því það er í harðri fallbaráttu.

Reynda má segja það sama um menn eins og Kolbein, Gylfa Þór, Jóhann Berg og Aron Gunnar.  Þeir hafa mjög lítið fengið að spila með félagsliðum sínum í vetur og að auki er Aron að spila með mjög lélegu liði.

Hætt er við að leikurinn gegn Wales fari illa vegna æfingarleysis íslensku landsliðsmannanna.

Þá hefði ég viljað sjá Ara Frey á miðjunni en ekki í vinstri bakvarðarstöðunni en hann hefur verið að spila þar með OB undanfarið og staðið sig glimrandi vel.

 

 


mbl.is Elmar og Björn Daníel í hópnum gegn Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 190
  • Frá upphafi: 463254

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband