Fjársöfnun Hildar Lilliendahl!

Hildur Lilliendahl er búin að safna 1.015 evrum, sem er um 155.000 kr. íslenskar, fyrir ferð á ráðstefnu í Malmö í fjóra daga (12-15. júní nk.). Skil reyndar ekki af hverju hún er að safna evrum. Kannski veit hún ekki að Svíar halda enn gömlu góðu krónunni sinni?

Á fjáröflunarsíðu sinni skreytir hún sig með fjöðrunum sínum fínu: "I've received honors from the Icelandic offices of UN Women as well as from Stígamót, the leading Icelandic counseling and information center for survivors of sexual abuse and violence. In 2012 I was voted Hero of the Year by the readers of Icelandic newspaper DV."

Þá bendir hún á að það sé um 5.000 manns sem fylgjast með síðunni hennar á Facebook - og heitir verðlaunum öllum sem gefa eitthvað, mest þeim sem gefa 1000 evrur! Þetta síðasta er nú greinilega nokkur bjartsýni því þessa tæpa viku sem söfnunin hefur staðið hefur ekki tekist að safna nema rétt rúmlega þá upphæð (sem er reyndar heilmikið). Söfnunin stendur enn í þrjár vikur þannig að enn er hægt að styrkja Hildi. Miðað við stuðningsyfirlýsingarnar á fésbókarsíðu hennar ætti það ekki að vera neitt vandamál fyrir hana að ná þeim 200.000 kr. sem hún stefnir að, eða hvað?

Fjáröflunina má sjá hér: http://www.indiegogo.com/projects/nordiskt-forum-2014-hildur-lilliendahl

 


mbl.is „Á ég samt að fá mér mjórri konu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband