1.3.2014 | 10:41
"Fasistar", af hverju gæsalappir?
Hin borgaralega, vestræna pressa stendur sig vel í að fela hverjir það voru sem leiddu uppreisnina í Úkraínu. Þetta er í samræmi við stefnu vestrænna stjórnvalda sem láta eins og fasistarnir hafi hvergi komið nálægt henni.
Nú er svo komið að flokkur hægri-öfgamanna, Svoboda sem er með 10% þingmanna á úkraínska þinginu, er kominn í ríkisstjórn. Vinnubrögðin sem þeir hafa í héraðinu sem þeir stjórna í vesturhluta landsins, sýna hverju menn geta nú átt von á í landinu öllu. Þeir banna flokk forsetans, banna kommúnistaflokkinn og merkja sérstaklega þau hús þar sem gyðingar búa.
Þetta síðastnefnda skýrir reyndar hve Bandaríkjamenn eru í raun varkárir í stuðningsyfirlýsingum sínum við nýju herrana í Kiev. Áhrif gyðinga í demókrataflokknum bandaríska eru það mikil að Obama forseti myndi aldrei þora að styggja þá með því að lýsa yfir eindregnum stuðningi við fasistísk uppreisnaröflin. Samtímis vonast USA eftir að geta komið upp herstöð í landinu með hjálp nýrra stjórnvalda.
Nýjasta af yfirtöku fasismans í Úkraínu er það að styttur sem minnast sigurs Sovétríkjanna sálugu yfir herliði nasista í seinni heimsstyrjöldinni hafa verið brotnar niður og eyðilagðar:
http://klassekampen.no/article/20140228/ARTICLE/140229949
Já, það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála á þessum bæ á næstunni.
Vill tryggja öryggi íbúa á Krímskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 460048
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.