4.3.2014 | 17:38
Framvindan löngu skipulögð af Vesturlöndum?
Fullyrt hefur verið að uppreisnin í Úkraínu hafi verið mjög vel skipulögð af vestrænum ríkjum, ekki síst Bandaríkjamönnum. Til eru upptökur af því að aðstoðarutanríkisráðherrann í USA hafi sagt fyrir mörgum mánuðum að hann vildi fá núverandi "forsætisráðherra" Úkraínu sem leiðtoga þess.
Þá hafi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komið sínum mönnum að í ríkisstjórn landsins og sagt það forsendu þess að landið fengi aðstoð frá sjóðnum. Þegar er farið að ræða um skilyrði slíkrar aðstoðar, sem líkjast þeim skilyrðum sem Grikkir urðu að gangast undir. Draga úr opinberum útgjöldum, einkavæða opinbera geirann og draga úr áhrifum verkalýðsfélaga.
Hvað afskipti Rússa af Krímskaga varðar, þá benda menn einnig á að Vesturlönd hafi gengið undan með gott fordæmi við að brjóta þjóðarrétt - svo sem með árásinni á Kósóvó 1999, innrásinni í Afganistan 2001 og ekki síst hið grófa brot á þjóðarrétti með innrásinni í Írak 2003.
Tal þeirra nú um brot Rússa á þjóðarrétti sé því eins og að kasta grjóti úr glerhúsi.
Bjóða Úkraínumönnum aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.