6.3.2014 | 10:27
Talandi um áróður!
Vestræna pressan er aðeins að vakna og átta sig á áróðrinum sem hún hefur verið notuð til að breiða út um fyrrum stjórnvöld í Úkraínu og um Pútín og Rússland. Talað er um yfirgengilega hræsni í þessu sambandi:
http://www.aftonbladet.se/kultur/article18478974.ab
Rússafóbían tröllríður öllum fréttum. Allt hið illa er Rússum að kenna en valdaræningjarnir í Úkraínu er tákn hins góða enda vinsamleg gagnvart Vestrinu. Að vísu eru fasistar þarna innanum en hvað með það?
Og svona til að fegra þá síðastnefndu eru þeir annaðhvort kallaðir róttækir eða þjóðernissinnar.
Og þessi hópur, sem getur ekki kallast annað en fasistískur, er kominn í ríkisstjórn og kominn með nokkra ráðherrastóla: varaforsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann, umhverfisráðherrann (!), og landbúnaðarráðherrann. Síðast en ekki síst er menntasmálaráðherrann úr þessum hópi, en hann á að sjá til þess að stúdentarnir verði til friðs. Einnig er nýskipaður ríkissaksóknari úr hópi hægriöfgamanna!
Reyndar ættu hommar og lesbíur að mótmæla þessari ríkisstjórn harðlega, og af miklu meiri hörku en Ólympíuleikunum í Sotsí, því það var þessi hópur sem stöðvaði Gay pride gönguna sem átti að vera í fyrra í Úkraínu (og var leyfð af þáverandi stjórnvöldum). Illa létu Vesturlönd yfir Sotsí og skorti á mannréttindum samkynhneigðra í Rússandi en nú heyrist ekki boffs þaðan heldur eindreginn stuðningur við þetta hommafóbíulið í Úkraínu.
Þá ættu gyðinga- og Ísraelsvinveitt stjórnvöld í hinum vestræna heimi að hugsa sinn gagn því þessi hægriöfgaflokkur, Svoboda, hefur sem fyrirmynd þau öfl í Úkraínu sem studdu Hitler-Þýskaland í seinna stríði og sáu til þess að fjöldi úkraínskra gyðinga var sendur í útrýmingarbúðirnar.
Eða eins og segir í grein sænska blaðsins: "Spelet om Ukraina är ett monstruöst hyckleri."
Sagði upp í beinni vegna ritskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 355
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 314
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.