Hvernig ríkisstjórn er eiginlega í þessu landi?

Það fer ekki mörgum sögum um stjórnarfarið í Malasíu þó svo að öðru hverju komi fréttir um mikla kúgun og harðneskjulega refsilöggjöf.

Landið er hins vegar próvestrænt, það er hliðhollt USA og öðrum vestrænum löndum, og því hafa þau að mestu fengið að vera í friði fyrir gagnrýni vestrænu pressunnar.

Fréttaflutningurinn af hvarfi malasísku farþegaþotunnar mótast af þessu. Sjaldan kemur fram að meirihluti farþeganna voru Kínverjar eða 2/3 þeirra og því eigi Kína um það sárasta að binda.

Og lítið heyrst frá gagnrýni Kínverja á því hvernig malasísk stjórnvöld halda á þessu máli. Kínverjar gagnrýna það að Malasíumenn hafi í heila viku leynt upplýsingum um að vélinni hafi verið flogið í marga tíma, og breytt um stefnu, eftir að allt samband rofnaði við hana. Þeir neituðu því meira að segja til að byrja með þegar bandaríska leyniþjónustan upplýsti um þetta fyrst allra. 

Kínverjarnar undrast þetta mjög og velta fyrir sér hverju Malasíumenn séu að leyna. Kannski skýrir þessi frétt það, þ.e. að hér hafi verið um að ræða mótmæli við fimm ára fangelsisdóm yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar?


mbl.is Hvarf vélarinnar óskiljanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband