Löng hefð fyrir tengslum íhaldsins og KFUM og K.

Þetta ætti svo sem ekki að koma á óvart enda löng hefð fyrir ást og eindrægni milli KFUM og íhaldsflokksins - og síðar einnig KFUK.

Knud Ziemsen var lengi borgarstjóri í Reykjavík fyrir íhaldið og jafnframt í stjórn KFUM og síðan formaður þar til fjölda ára. Þá var sr. Bjarni lengi tengdur þessum tveimur "stofnunum" órjúfandi böndum. Einnig má nefna Sigurbjörn í Vísi og konu hans, en hún var lengi þingmaður flokksins - og svo afkomendur þeirra.

Á þessum tíma var talað um KFUM sem uppeldsistofnun fyrir unga íhaldsmenn og eimir eflaust eitthvað af því enn.

Annars er athyglisvert að hvergi er upphæð þessa fjárframlags nefnt. Ætli það sé eitthvað leyndarmál, sem ekki verður upplýst fyrr en eftir 50 ár eða svo?

Einnig er það nú eitthvað loðið, í hvað þessi styrkur eigi að fara en látið svo líta út að hann sé fyrst og fremst til fyrirbyggjandi starfs, svo sem vegna kynferðislegs ofbeldis, enda hljómar það einkar vel.

Innihald samningsins liggur þannig ekki fyrir, ekki frekar en upphæð styrksins. Gott dæmi um gegnsæja stjórnsýslu?


mbl.is Illugi samdi við KFUM og KFUK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband