23.3.2014 | 15:26
Mannréttindafrömuðurinn og friðarsinninn Erdogan!
Tyrkneski forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans gera það ekki endasleppt þessa daganna. Á fimmtudaginn lét hinn mikli leiðtogi loka fyrir aðgang tyrkneskra borgara að Twitter og í dag lét hann loka fyrir aðgangi að Google!
Þetta til að koma í veg fyrir umfjöllum um hneykslin sem ríkisstjórnin, og einkum forsætisráðherrann (og sonur hans), er flækt í.
Fjöldi dómara, lögregluþjóna og fjölmiðlafólks hefur verið fangelsaður fyrir það eitt að fjalla um þessi hneyksli og fara fram á rannsókn á þeim.
Þá má auðvitað ekki gleyma morðunum á mótmælendum í fyrra - sem voru miklu alvarlegri en atburðirnir í Kiev nú nýlega sem allt varð vitlaust útaf hér á Vesturlöndum - og utanríkisráðherrann okkar er að reyna að slá sér upp með, með því að heimsækja staðinn og lýsa yfir stuðningi við úkraínsku uppreisnina.
Hins vegar heyrist varla bofs í vestrænu pressunni eða stjórnvöldum vegna mannréttindabrota og harðstjórnar Erdogan. Og skiljanlega ekki. Vestrænir aðilar hafa nefnilega engan áhuga á slíku nema til að nota sem réttlætingu fyrir afskipti af innanríkismálum þeirra landa sem þeir telja ekki vera sér nógu hliðholl.
Tyrkir er jú mikilvægir stuðningsmenn við að koma Sýrlandsstjórn frá - og því má ekki styggja tyrknesk stjórnvöld.
Jamm, svona gerast nú kaupin á þeirri Eyrinni.
Orrustuvél skotin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 458384
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.