28.3.2014 | 09:28
Tamil Tígrar?
Þessi frétt er stórfurðuleg svo ekki sé meira sagt. Tamil tígrar voru jú hermenn Tamíla en hér er verið að tala um að 40.000 almennir borgarar hafi verið myrtir á lokadögum stríðsins.
Það er að stjórnarhermenn hafi gengið hús úr húsi í borgum og þorpum Tamíla og drepið íbúana með köldu blóði.
Nei, þetta er ekki aðal inntakið í frétt Moggans heldur, að því er virðist, jákvæð umfjöllun um hrokafull viðbrögð stjórnvalda í Sri Lanka.
Annars er alveg ótrúlegt hve lítið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum, bæði þegar fjöldamorðin voru framin og svo síðar.
Sýnir það enn og aftur að ekki er sama fyrir vestrænu pressuna, Moggann þar með talinn, hverjir fremja ódæðisverkin né á hverjum þau eru framin.
Hefja rannsókn á stríðsglæpum á Sri Lanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 460017
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.