28.3.2014 | 13:40
Amnesty með pólitískan áróður
Það er ekki í fyrsta sinn sem Amnesty gerir sig seka um hlutdrægni í frásögum af mannréttindabrotum. Samtökin eru með áberandi vestræna slagsíðu, líklega til að ná í meðlimi og fjárstyrk frá hinum ríka vestræna heimi.
Eins og flestir vita þá var skotið á lögreglumennina í Kænugarði og fjöldi þeirra drepinn, þannig að þessi mynd af góðu mótmælendunum (og vondu lögginni) er grunnfölsk.
Það merkilega er að einn hægrisinnaðasti fréttamaðurinn á RÚV, Sveinn Guðmarsson (sem minnist Margrétar Thatcher nú fyrir skömmu sem bjargvætt Bretlands), er farinn að tala um þjóðernissinnana í Úkraínu og þátt þeirra í valdaráninu þar á dögunum:
http://ruv.is/frett/thjodernissinnar-eflast-i-ukrainu
En kannski er þessi breytti fréttaflutningur hjá RÚV ofur einfaldur. Til að vega á móti jákvæðum áhrifum ferðar utanríkisráðherrans til Úkraínu á íslenska kjósendur.
Já, kratarnir og ESB-sinnarnir eru til alls vísir!
Mannréttindi virt að vettugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 72
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 458118
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.