20.4.2014 | 17:21
Fallegur páskaboðskapur
Já, þetta er fallegur páskaboðskapur frá kristnustu og ríkustu þjóð í heimi til einnar þeirra allra fátækustu.
Og "afsökunin" er jafnan sú að hér sé um að ræða Al-Kaidamenn sem að mati USA eru réttdræpir hvar sem er (þó svo að Bandaríkin styðji sömu öfl í Libýu og í Sýrlandi).
Mannréttindasamtök hafa þó bent á að stór hluti þeirra sem falla í slíkum árásum séu konur og börn.
Auk þess er ástandið í Jemen þannig að mjög hæpið er að tala um Al-Kaidamenn. Þar ríkir í raun stríð milli ættbálka og landshluta sem eru yfirleitt óháðir Al-Kaida en svo óheppnir að vera að berjast gegn sömu spilltu stjórnvöldum og þeir.
Og þar sem Bandaríkjamenn styðja þessi (spilltu) stjórnvöld, rétt eins og alls staðar sem slík spillt stjórnvöld eru til staðar og eru tilbúnin að leyfa USA að valsa um landið þeirra, þá drepa þeir alla stjórnarandstæðingana fyrir þá og bera því við að þarna sé um að ræða Al-Kaida fólk.
Og það merkilega við þetta allt saman er að Bandaríkjaforseti, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ber persónulega ábyrgð á þessum árásum.
Spurning hvort ekki sé tími til að kæra hann fyrir stríðsglæpi (æ, hvernig læt ég. "Sigurvegarinn" er aldrie kærður fyrir slík því hann ræður yfir dómstólnum)?
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.