Hvað með jarðskjálftana hér í Reykjavík?

Það má varla skjálfa jörð af náttúrunnar völdum án þess að það komi í fjölmiðla en ekkert er sagt frá þeim jarðskjálftum af mannavöldum sem plaga okkur Reykvíkinga þessi misserin. 

Samt eru þeir síðarnefndu eflaust ekkert smáræði, varla undir 3 á Richter. Nú síðast er á mínu svæði verið að sprengja við Háteigsveg og finnast skjálftarnir og höggin af þeim alla leið upp á Skólavöruholt. Ekki býð ég í þá sem búa nærri sprengisvæðinu svo sem í Holtunum og þar í kring.

Um þetta má þó ekki tala, né að kvarta. Þá er maður á móti framförum, já eða jafnvel nýjasta slagorðinu: þéttingu byggðar.

Lýðræðið er nefnilega harla léttvægt, ekki síst íbúalýðræðið, þegar verktakarnir eru annars vegar. Það virðist vera alveg sama hvaða flokkar eru við stjórn, íbúalýðræðissinnaðir í orði eða ekki, hagsmunir verktakanna eru alltaf látnir hafa forgang á kostnað íbúanna í kring.


mbl.is Rólegt á skjálftavaktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 456295

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband