12.5.2014 | 10:03
Léleg blaðamennska
Þetta er einfaldlega röng frétt og fullyrðingin í yfirskriftinni hrein fréttafölsun.
Ungverski ráðherran heldur því fram að með því að styrkja ein samtök í landinu séu Norðmenn þar með að styrkja flokk græningja vegna tengsla þeirra við samtökin.
Í frétt Aftenposten kemur skýrt fram að þetta er rangt. Það eru engin tengsl á milli samtakanna og græningjaflokksins. Þær upplýsingar koma frá ráðherra í ríkisstjórn hægri manna í Noregi svo varla er hægt að segja að þar sé um hlutdrægni að ræða.
Ungverski ráðherrann tilheyrir hins vegar flokki sem er við stjórn í landinu og er þekktur fyrir rasisma og annan viðbjóð.
Mogginn ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann fer að flytja okkur Íslendingum slíkan boðskap.
Hér er frétt Aftenposten sem reyndar er með sömu fullyrðinguna í fyrirsögn, en sjálf umfjöllunin er miklu vandaðri: http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/--Norges-regjering-sponser-ungarske-De-Gronne-7556541.html#.U3CZ1YF_tGQ
Norðmenn styrkja ungverska græningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 458380
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.