Hringl og ekki hringl!

Það er alltaf jafn forvitnilegt að sjá valið á landsliðinu hjá þeim félögum Heimi og Lars. Sumir eru allaf í landsliðinu þó þeir spili ekkert með félagsliðum sínum - og er Birkir Bjarnason þar gott dæmi! Þá skiptir reynslan meira máli en leikæfingin!

Svo þegar komið er að þeim reynsluminni þá er hringlað með þá í næstum hverju vali. Nú sjáum við skyndilega menn eins og Halldór Orra, Kristján Gauta og Hörð B. Magnússon í landsliðshópnum sem aldrei hafa verið þar áður - og Jón Daða sem á einn leik að baki ef ég man rétt. Eini nýliðinn sem á þarna tilverurétt að mínu mati er Viðar Örn Kjartansson sem hefur slegið í gegn með Vålerenga nú í vor. Jón Daði er reyndar spennandi nafn einnig þegar svona mikil forföll eru í framlínunni.

Valið á þeim fyrrnefndu er þeim mun merkilegra fyrir þær sakir að þeir hafa ekki verið að spila mikið með félagsliðum sínu. Halldór Orri er nýkominn í byrjunarliðið hjá Falkenberg og Jón Daði er sá Íslendinganna í Viking sem minnst hefur spilað með liðinu. Auk þess voru landsliðsþjálfaranir búnir að lýsa því yfir að þeir veldu ekki menn sem spila hér heima (nema markmennina) en hafa ekki staðið við það hingað til.

Á meðan eru menn sjóaðir af reynslu í atvinnumennsku, og sem leika alla leiki með liðum sínum, ekki valdir. Má þar nefna félagana í Viking, þá Indriða Sig. og Steinþór Þorsteins (Björn Ingi Sverrisson er sá þriðji sem hefur verið valinn í landsliðið undanfarið en fær nú ekki sjensinn). Hjörtur Logi spilar reglulega með liði sínu Sogndal en er samt úti í kuldanum. Einnig má nefna Guðmund Þórarinsson sem er lykilmaður hjá Sarpsborg. Svo eru þarna eldri kempur eins og Pálmi Rafn sem virðist algjörlega gleymdur af landsliðseinvöldunum, þó hann sé búinn að vera fastamaður í liði sínu í mörg ár. 

Í Svíþjóð eru þeir félagar Kristinn Steindórs og Guðjón Baldvins að leika reglulega og standa sig vel en eru ekki valdir (Guðjón fék þó brot úr landsleik fyrir skömmu). Þá er Kristinn Jónsson kominn  í sænsku úrvalsdeildina og spilar þar alla leiki en virðist hafa dottið út úr landsliðinu við það eitt að fara í atvinnumennsku! Auk þess er Arnór Smára enn að spila fyrir Helsingborg og er þar fastamaður í byrjunarliðinu. M.a.s. Guðmann Þórisson er nafn sem vert er að leggja á minnið en hann er að spilla reglulega í miðverðinum með liði sínu Mjällby.

Eitt spennandi nafn í sænsku 1. deildinni má nefna í viðbót en það er Jón Guðni Fjóluson en hann er undir smásjá fjölda liða fyrir frammistöðu sína í vor. 

Það væri forvitnilegt að sjá leik milli þessa landsliðshóps sem nú er valinn og þeirra atvinnumanna sem fá ekki sjensinn núna. Ég er nokkuð viss um að síðarnefndi hópurinn myndi vinna þann leik. 


mbl.is Kunnugleg nöfn í hópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband