22.7.2014 | 09:19
ESB og USA stærsta ógnin við heimsfriðinn
Við verðum vitni að tveimur miklum harmleikjum í dag, í Úkraínu og í Palestínu.
Örsök þess fyrrnefnda er útþennslustefna Evrópusambandsins til austur, þ.e. í Úkraínu, sem leiddi til valdaráns hægri aflanna þar í landi og síðan til uppreisnar í austurhlutanum.
Síðarnefndi harmleikurinn, á Gaza, er með fullri vitund og vilja Bandaríkjamanna sem styðja Ísrael í einu og öllu og koma í veg fyrir að alþjóðasamfélagið geti gripið þar inní.
Auðvitað eru fleiri harmleikir í gangi sem beint eða óbeint má rekja til undirróðurs vestrænna ríkja. Eitt dæmið er Libýa þar sem Íslendingar komu meira að segja að, þ.e. vinstri stjórnin sem studdi uppreisina gegn Gaddafi á sínum tíma.
Þar logar allt í ófriði og hefur gert síðan Gaddafi var drepinn:
http://politiken.dk/udland/ECE2348196/blodige-benghazi-kampe-koster-mange-soldater-livet/
Er ekki komið nóg af þessari afskiptasemi vestrænna ríkja af innanríkismálum annarra þjóða? Hún leiðir jú aðeins til miklu meiri hörmunga eins og Írak, Afganistan, Libýa, Palestína og nú Úkraína eru augljós dæmi um.
Lestin með líkunum komin á áfangastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.