Markmaðurinn sökudólgurinn í þremur markanna ...

Stefán Logi Magnússon markmaður KR virðist hafa átt sök á þremur fyrstu mörkunum, allavega þeim tveimur fyrstu.

Fyrstu tvö mörkin voru úr hornspyrnum. Í því fyrra misreiknaði Stefán boltann sem fór yfir hann. Var hann þá kominn langt frá markinu þegar boltinn kom aftur inn í teiginn og eftirleikurinn auðveldur fyrir Celtic.

Í öðru markinu mistókst Stefáni að slá boltann frá. Skallaði leikmaður Celtic boltann nánast úr hnefanum hjá markmanninum og skoraði.

Þriðja markið var sending fyrir markið mjög nálægt markmanninum sem náði þó ekki boltanum heldur sóknarmaður Celtic. 3-0.

Það vakti furðu margra þegar KR samdi við Stefán Loga fyrir leiktíðina því hann naut ekki mikils álits í Noregi eftir slaka frammistöðu undanfarin ár. Hann komst ekki lengur í liðið hjá Lilleström, var ekki einu sinni í leikmannahópnum ef ég man rétt, og var svo lánaður til B-deildarliðs Ullensaker/Kisa sem var og er botnlið í deildinni.

Það hlýtur að vera farið að hitna sætið undir Rúnari þjálfara eftir þetta afhroð og eftir slakan árangur í deildinni hér heima. Einnig hlýtur það að sitja í mönnum hvernig liðið klúðraði meistaratitlinum í fyrra. En KR-ingar sparka jú ekki eigin manni, eða hvað?


mbl.is Mörkin í leik Celtic og KR (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband