26.7.2014 | 10:35
Er ekki kominn tími til að grípa í taumana?
Þessi morð á óbreyttum borgurum á Gaza eru með ólíkindum - og enn ótrúlegra að alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í.
Engar ráðstafanir eru gerðar til að hræða Ísraelsmenn frá þessum fjöldamorðum, engar hugmyndir uppi um refsiaðgerðir, viðskiptabann eða sölum á vopnum.
Bandaríkjamenn, með Óbama í broddi fylkingar, koma í veg fyrir allt slíkt og lýsa í raun fullum stuðningi við stríðsglæpum Ísraela - og eru þannig fullkomlega samsekir.
Og hin vestræna pressa spilar að mestu með, þó svo að þar séu undantekningar. Miklu meira er fjallað um átökin í Úkraínu og um þátt Rússa þar í - í sterkum vandlætingartón - en lítið sem ekkert fjallað á sama tíma um eindreginn stuðning Kanans við Ísraela og áframhaldandi vopnasölu þeirra til Ísraels.
Hræsnin er yfirgengileg. Helst vonast maður til þess um þessar mundir að Rússar fari að bregðast við ögrunum ESB og USA og taki virkan þátt í baráttu aðskilnaðarsinna fyrir sjálfstæðri Austur-Úkraínu - og farið að styðja af fullum þunga Palestínumenn og stuðningsmenn þeirra í Mið-Austurlöndum.
Kalda stríðið var mun betra en þessi viðbjóður sem núna gengur á, því þá var þó til mótvægi í heiminum gegn yfirgangi vestrænna þjóða - og þá einkum Kanans.
Fundu 76 lík á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.