Aukin íhlutun í stríðið í Írak

Bandaríkjamenn gera það ekki endasleppt í afskiptum sínum af innanríkisófriðinum í Írak - sem þeir byrjuðu sjálfir með kolólöglegri innrás í landið.

Nú eru afskipti þeirra komin á nýtt stig. Áður hafa þeir látið sér nægja að gera loftárásir á IS í Norður-Írak, þ.e. í byggðum Kúrda, en nú beinast árásirnar að IS í vesturhluta Íraks.

Og enn notar Kaninn hugtakið hryðjuverkamenn yfir þá sem þeir ráðast á en eins og kunnugt er þá studdu Bandaríkjamenn þessa sömu aðila meðan þeir voru til friðs (að vestrænum skilningi) og gerðu aðeins árásir á stjórnarhermenn í Sýrlandi. Þá voru þeir kallaðir uppreisnarmenn.

IS-menn í Írak eru auðvitað miklu meira en öfgasinnaðir hryðjuverkamenn. Meðal þeirra eru mikill fjöldi sunníta sem hafa verið ofsóttir af leppstjórninni í Bagdad eða allt síðan Vesturveldin komu þeim til valda eftir innrásina í landið. 

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa unnið áróðsstríðið hér á Vesturlöndum, t.d. með því að notfæra sér fréttir af afhöfðuð tveggja Kana. IS-menn virðast þannig vera réttdræpir í augum vesturlandabúa rétt eins og liðsmenn hinna svokölluðu Al-Kaida samtaka hafa verið hingað til.

Þá er það ekki afhöfðun sem notuð er til að drepa hina "öfgafullu"heldur loftárásir, oft með drónum þar sem heilu fjölskyldurnar eru drepnar, konur, börn og gamalmenni, til þess eins að ná einhverjum sem Bandaríkjamenn kalla hryðjuverkamenn og íslamista - en eru yfirleitt einungis andófsmenn gegn spilltum ríkisstjórnum þeirra landa sem vestræn stjóirnvöld styðja.

Já, vestræna pressan spilar með og bregst þannig algjörlega því hlutverki sínu að veita stjórnvöldum aðhald og gagnrýna valdníðslu þeirra í hvaða formi sem hún birtist.

Og það merkilega er að vinstri menn, sem yfirleitt hafa verið í fararbroddi í andófinu svo sem gegn innrásinni í Írak á sínum tíma, spila einnig með. Kratarnir virðast t.d. vera ekki síður herskáir en hægri menn, eins og sjá má af afstöðu dönsku jafnaðarmannastjórnarinnar - og sænska jafnaðarmannaflokksins sem í aðdraganda þingkosninganna þar vill auka útgjöld til hermála.

Þá heyrist ekki múkk frá þeim sem eru lengra til vinstri, svo sem Vg hér á landi. Kannski ekkert skrítið því flokkurinn studdi árásirnar á Libýu á sínum tíma - árásir sem hafa leitt til borgarastyrjaldar í landinu og stóraukinna ítaka herskárra íslamista. 

Hinn vestræni heimur eykur nú stórum útgjöld sín til hermála án þess að nokkrar gagnrýnisraddir heyrast. Hræsnin og lygarnar virðast hafa heltekið allan hinn "frjálsa" heim.


mbl.is Árásir við stíflu í Haditha
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband