Vopnar NATÓ stjórnarherinn í Úkraínu?

Eing og kunnugt er sakar Nató og vestrænir fjölmiðlar Rússa um íhlutun í borgarastyrjöldinni í Úkraínu með því að útvega uppreisnarmönnum vopn - og meira segja um hernaðaríhlutun og innrás í landið.

Því var það nokkuð óþægilegt fyrir NATÓ þegar helsti ráðgjafi forseta Úkraínu upplýsir um að fimm NATÓ-ríki sjái stjórnarhernum fyrir vopnum, þar á meðal Bandaríkin og Noregur. Einnig eiga þau að hafa sent "hernaðarráðgjafa" til landsins, sem þýðir einfaldlega á mannamáli hermenn og þar með hernaðaríhlutun.

NATÓ-ríkin hafa þess vegna neitað þessu alfarið, enda væru þau þar með sek um hið sama og Rússar. 

http://www.dn.se/nyheter/varlden/ukraina-natolander-ska-ge-militart-stod/

Merkilegt nokk heyrist ekkert af þessu í íslenskum fjölmiðlum, sem hafa margir hverjir gengið ansi langt í yfirlýsingum sínum um íhlutun Rússa í málefni Úkraínu og talað um innrás þeirra í landið. Þar gengur sá miðill fremstur í flokki sem samkvæmt hlutverki sínu ætti að sýna mesta hlutleysið, þ.e. RÚV.  

Verst er áróðurinn gegn Rússum í hádegisfréttum þar sem Broddi Broddason og Þorvaldur Friðriksson láta verst. Þessi tónn hefur þó heyrst þó víðar svo sem í Kastljósinu þegar tekið var viðtal við fréttaritara útvarpsins sem þá var staddur í Austur-Úkraínu (já, þessi sem hlakkaði sem mest yfir morðinu á Gaddafi). Þar talaði Sigmar Guðmundsson fullum fetum um innrás Rússa og á meðan var sýnt myndskeið sem merkt var Svoboda.com.

Þetta myndband var nokkuð óheppilegt fyrir ríkisfjölmiðilinn sem mér skilst að berjist gegn hvers kyns fasisma - og flytji því fréttir gegn slíku hvenær sem ástæða þykir til - en eins og kunnugt er þá eru Svoboda fasístísk samtök í Vestur-Úkraínu, sem vilja m.a. að gyðingar gangi með merki um hálsinn sem segi til um kynþátt þeirra, og hafa iðulega lýst yfir hrifningu sinni á Hitler og þýsku nasistunum.

 Já, þetta er það sem RÚV kallar að berjast gegn fasisma.

 

 


mbl.is Banna hugsanlega flug yfir Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 459929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband