9.9.2014 | 21:04
Birkir frábær í fyrri hálfleik?
Þrátt fyrir slakt val á byrjunarliðinu þá vann Ísland 3-0, enda Tyrkirnir arfaslakir.
Jón Daði átti reyndar ágætis leik og gerði fyrsta markið.
Eftir að Birkir Bjarnason var tekinn útaf í seinni hálfleik og Rúrik kom inná í staðinn fóru hlutirnir hins vegar að gerast.
Tvö og þrjú núll á innan við tveimur mínútum!
Við þriðja markið sýndi Ari Skúla sendingarsnilld sína.
Það eina sem skyggir á þennan sigur var spjaldið sem Gylfi fékk fyrir kjaftbrúk. Var ekki Raggi Sig. búinn að vara menn við svona vitleysu?
Annað reyndar sem einnig gerir þennan stóra sigur dálítið beiskan er montið og yfirlýsingagleðin sem mun hrjá íþróttafrétta- og blaðamenn, og fótbolta"sérfræðingana", næstu dagana og vikurnar.
Allt tal um að halda sér á jörðinni og vera ekki að panta strax farmiðann til Frakklands í úrslitakeppnina 2016 mun hverfa í upphrópunum og ýktum lýsingarorðum (svo sem "frábær" og "frábært" sem hljómaði oftar í lýsingunni í kvöld en ég hafði tölu á)!
![]() |
Glæsilegur sigur á Tyrkjum í fyrsta leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 185
- Frá upphafi: 462823
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.