Er Obama verri en Bush?

Hinn friðelskandi friðarverðlaunahafi Nóbels, Barack Obama Bandaríkjaforseti, hefur reynst ekki minni stríðsæsingamaður en fyrirrennari hans, hinn illræmdi Bush yngri.

Drónerárásir Obama, þar sem heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út í hinni svokölluðu baráttu gegn hryjðuverkum og gegn einhverjum regnhlífasamtökum sem hafa hlotið nafnið Al-Kaida (líklega til að réttlæta drápin), eru hreinir og beinir stríðsglæpir (reyndar er ekkert stríð í gangi þannig að réttara er að kalla þetta hrein og bein morð). Síðan má nefna veru Bandaríkjahers í Írak og Afganistan til skamms tíma og áframhaldandi aðgerðir hersins gegn innfæddum andófsmönnum (sem eru kallaðir hryðjuverkamenn, Talibanar o.s.frv.) sem dæmi um sama tvískinnung hjá hinum friðelskandi Obama. Loftárásirnar á stjórnarherinn í Líbíu voru enn eitt dæmið um aggressía stefnu Bandaríkjamanna (og Vesturveldanna) gegn þeim sem þeir telja ógna hagsmunum sínum í Miðausturlöndum.

Nú síðast er hinn harði tónn í garð Rússa vegna Úkraínudeilunnar - og aukin hervæðing vegna þessa alls - dæmi um stigvaxandi hernaðarhyggju Bandaríkjamanna (og Vesturveldanna) undir dyggri forystu Obama.

Munurinn er aðeins sá að mikið andóf var gegn Bush og árásarstefnu hans á sínum tíma en lítið sem ekkert gegn Obama um þessar mundir.

Hann virðist þannig ætla að komast upp með það að skipta sér af innanríkismálum í Írak enn á ný, og njóta víðtæks stuðnings vestrænna stjórnvalda og fjölmiðla til þess, auk þess sem hinn langþráði draumur hans um að beita hervaldi til stuðnings "sínum" mönnum í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi virðist loks ætla að rætast.

Aukin hervæðing í heiminum þessi misserin virðist þannig njóta stuðnings fjórða valdsins, fjölmiðlanna, nokkuð sem vekur miklar áhyggjur um að alvarleg stríðsátök muni aftur brjótast út - og breiðast út - og verða miklu víðtækari en þau voru í forsetatíð Bush yngra. 

Aðhald fjölmiðla til að koma í veg fyrir aukna hernaðarhyggju, og þar með aukin útgjöld til hermála, er nefnilega mikilvægt. Ef það bregst þá er voðinn vís eins og dæmin sanna.


mbl.is Boðar loftárásir á Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 459929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband