11.9.2014 | 08:35
Skjálftum fer fækkandi
Ef rýnt er í tölum frá Veðurstofunni um fjölda skjálfta má sjá að þeim hefur farið fækkandi frá 8. september, eða nú um fjögurra daga skeið, frá mörg hundrað skjálftum niður í 20-30 skjálfta á nóttu.
Þetta kemur hins vegar ekki fram í umfjöllun fjölmiðla. Þar er látið eins og skjálftavirknin fari alls ekki minnkandi og einblínt á stóru skjálftana við Bárðarbungu til að halda áfram að gera fréttirnar af gosinu nógu spennandi fyrir fólk svo það nenni að fylgjast áfram með gosinu.
Reyndin er hins vegar sú að gosið í Holuhrauni hefur séð til þess að draga úr spennu í kvikuganginum undir jöklinum. Það hefur sem sé mjög vel undan þessa daganna, sem er auðvitað besta hugsanlega framþróun eldsumbrotanna sem hugsast getur. Hraungos eins fjarri byggð og raun ber vitni er algjör draumastaða fyrst það gýs á annað borð.
Stóru skjálftarnir við Báðarbungu staðfesta þetta og ættu því að róa menn en ekki öfugt. Kvikuhólfið undir jöklinum tæmist hægt og hægt og því sígur landið undir jöklinum sem því nemur með tilheyrandi skjálftum.
Því er um að gera fyrir fjölmiðla, stjórnvöld og sérfræðingana að njóta þessa goss og hætta að hræða fólk með harla langsóttum hræðslu- og hamfaramyndum.
Skjálfti upp á 5,3 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.