30.9.2014 | 14:51
Hvað með íslensku landsliðin?
Þá eru Danir búnir að velja 21 árs landsliðshópinn í umspilsleikina gegn Íslandi 10. og 14. október. Þetta er hörkulið svo sem sóknarþrenningin hjá FC Kaupmannahöfn: Danny Amankwaa, Yussuf Toutouh, Andreas Cornelius og svo leikmaður Aston Villa, Okore.
Ekkert bólar þó á valinu á íslenska liðinu og er það yfirleitt síðast allra til að tilkynna leikmannahópinn. Vel getur verið að ástæðan sé seinlæti þjálfara fullorðinsliðsins sem er yfirleitt mun seinni að tilkynna sitt lið.
Nú eru bæði Lettar og Hollendingar búnir að tilkynna landsliðshópinn gegn Íslendingum (10. og 13. október). Einnig eru Danir, Svíar og Norðmenn búinir að tilkynna sína hópa en ekki Íslendingar. Engin skýring hefur verið gefin á þessu síendurtekna seinlæti en vel getur vel að slegist sé um leikmennina bakvið tjöldin.
Þá er það einkum um framherjann Jón Daða Böðvarsson, sem reyndar komst ekki í byrjunarlið Viking í síðasta leik og hefur lítið skorað á undanförnu. Mér finnst alveg sjálfsagt að Lars og Heimir láti Eyjólfi þjálfara 21 árs liðsins hann eftir, enda hefur fullorðnisliðið nú nóg af framherjum til að velja úr. Kolbeinn er í fantaformi auk þess sem Alfreð Finnbogason er byrjaður að leika með liði sínu í spænsku úrvalsdeildinni. Á Norðurlöndunum eru og öflugir framherjar/sóknartengiliðir að ná sér á strik, menn eins og Matthías Vilhjálmsson, Rúrik Gíslason og Kristinn Steindórsson, auk þess sem Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni.
Sem sé Jón Daði spili fyrir 21 árs liðið því Danir eru sterkir og Íslendingar þurfa á öllum sínum bestu mönnum að halda.
Fyrrverandi Stjörnumaður mætir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.