Einelti?

Það er greinilegt að íþróttafréttamenn og knattspyrnuáhugamenn leggja Balotelli í einelti þessa daganna. Reyndar virðist það vera lenskan með leikmenn Liverpool, sérstaklega sóknarmennina. Torres lenti jú í þessu og Suarez einnig - fór ítrekað í bann eftir að hafa brugðist illa við einelti inni á vellinum.

Það er þó einkar lélegt af knattspyrnustjóranum að  höggva í sama knérunn og úthúða Balotelli í fjölmiðlum. Verið er að gera leikmanninn að blóraböggli fyrir lélega frammistöðu Liverpool nú í haust. 

Rodgers væri nær að líta í eigin barm og reyna að laga stjórnun sína á liðinu. Balotelli var einn fárra leikmanna Liverpool sem gat eitthvað í fyrri hálfleiknum - en var svo kippt útaf í hálfleik!

Í staðinn var litla dúkkan Sterling settur í framherjastöðuna og sást þar auðvitað ekkert. Sá leikmaður er annars alveg kapituli út af fyrir sig. Honum virðist næstum því alveg fyrirmunað að gefa boltann og ef hann reynir það þá mistekst sendingin yfirleitt. Ef einhver ætti að fá á sig skömmina fyrir lélega frammistöðu liðsins, þá er það hann.


mbl.is Rodgers ósáttur við treyjuskiptin hjá Balotelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 460036

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband