Lagerbäck í dýrlingatölu?

Búið er að taka Lars Lagerbäck í dýrlingatölu ... í Svíþjóð vegna árangurs hans með íslenska landsliðið.

Í grein í DN (Dagens Nyheter) er þessu haldið fram og bent á að svo hafi nú ekki alltaf verið. Um leið og L. tók við sænska landsliðinu á sínum tíma heyrðust óánægjuraddir og þær minnkuðu ekkert þrátt fyrir eitt brons á HM. Kemí-ið milli fjölmiðlafólks ytra og Lars virðist aldrei hafa virkað enda miklar kröfur gerðar til landsliðsins, sem Lars og Tommy Söderberg, aðalþjálfari liðsins um tíma en þá var Lars aðstoðarþjálfari en svo jafnháir þar til Lars tók alfarið yfir, náðu aðeins einu sinni að uppfylla.

Nú hins vegar er hann elskaður og virtur í Svíþjóð, ekki aðeins vegna frammistöðunnar sem þjálfari íslenska landsliðsins heldur einnig vegna óánægjunnar með núverandi þjálfara sænska landsliðsins, Erik Hamrén. Sá þykir sjálfumglaður og tala oft óskiljanlegt mál meðan Lars er alltaf jafn alþýðlegur í tali og settlegur í framgöngu! Það eru Svíar loksins farnir að kunna að meta!

http://www.dn.se/sport/johan-croneman-folkbildaren-och-lararen-lars-lagerback-ar-var-sjal/

Því má búast við að Lars verði dýrlingur í tveimur löndum, Svíþjóð og Íslandi, ef svo heldur fram sem horfir.


mbl.is Ísland í 28. sæti á FIFA-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband