Hræðsluáróðurinn gegn IS á fullu

Merkilegt hve vestrænir fjölmiðlar eru reiðubúnir að ganga langt í að styðja hernaðaraðgerðir vestrænna ríkja í fjarlægum heimsálfum.

Nú er sem aldrei fyrr alið á ótta við "hryðjuverk" á Vesturlöndum í tengslum við stríðið gegn IS sem fjölmiðlamenn hika ekki við að kalla hryðjuverkasamtök - eftir pöntun frá Pentagon.

En það taka ekki allir fjölmiðlar þátt í leiknum - og ekki einu sinni allir vestrænir stjórnmálamenn. Eins og kunnugt er taka Danir þátt í hernaðinum  gegn "íslamska ríkinu" með loftárásum á liðsmenn þeirra í Írak. Nú er hins vegar einn helsti talsmaður dönsku stjórnarinnar í utanríkismálum, fyrrverandi utanríkisráðherra þeirra Holger K. Nielsen, farinn að efast um réttmæti þessarar íhlutunar. Ástæðan eru myndir og fréttir af hryðjuverkum herflokka sem styðja stjórnvöld í Írak. Þær hafa orðið til þess að hann telur það koma til greina að draga Dani út úr baráttunni gegn IS. Hryðjuverkin beinast nefnilega gegn almenningi sem eru sunnamúslimar fyrir það eitt að leiðtogar þessa trúarhóps styðja IS. 

Ekki virðist sem aðrir stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafi áhyggjur af þessu framferði stuðningsmanna leppstjórnarinnar í Bagdad, enda hafa Bandaríkjamenn yfirleitt ekki skipt sér mikið af mannréttindabrotum þeirra hópa sem styðja þá í heimsyfirráðastríði þeirra. Og flestir vestrænu fjölmiðlanna spila með eins og venjulega. Það gildir sko ekki það sama um Jón og hann séra Jón:

http://politiken.dk/udland/fokus_int/fokus_IS/ECE2457469/sf-faar-soldaterhug-for-at-saa-tvivl-om-dansk-irak-indsats/


mbl.is Óttast „sleepers“ Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband