18.11.2014 | 18:20
Lögreglustjórinn og lekamálið
Þessi yfirlýsing fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum - og núverandi lögreglustjóra höfuðborgarinnar - er nú í meira lagi sérkennileg.
Fyrir það fyrsta eru það samskipti embættanna. Eins og allir vita er aðgreining löggjafar-, dóms-, og framkvæmdavalds einn af hornsteinum lýðræðisins. Þessi aðgreining virðist alls ekki hafa verið til staðar í þessu lekamáli - og aðgangur pólitísks aðstoðarmanns ráðherra að því lögregluembætti, sem sér um útlendingamál, algjörlega úr takti við það sem getur kallast eðlileg stjórnsýsla.
Lögreglustjórinn segir hins vegar að þessi samskipti séu "algeng" og sér því greinilega ekkert rangt við þau.
Í öðru lagi segist hún hafa vitneskju sína um "margrætt minnisblað" úr fjölmiðlum, þó svo að allar líkur séu á því að það hafi komið frá hennar eigin embætti (upplýsingar sem hún vill meina að sé skylda hennar að veita ráðuneytinu - enda algengt að það sé gert!).
Þetta hljómar nú alls ekki trúverðuglega. Og enn minni verður trúverðugleikinn þegar haft er í huga að lögreglustjórinn og innanríkisráðherrann eru góðar vinkonur (að sögn) og að "launin" fyrir greiðann (lekann frá lögreglunni til ráðuneytisins og þaðan í fjölmiðla - Moggans nota bene!) var æðsta embættið innan lögreglunnar: Lögreglustjórastaðan í Reykjavík!
Kannski var það einmitt plottið allt frá upphafi - að koma Stefáni Eiríkssyni úr sinni stöðu til að fá leiðitamari manneskju í embættið? Hælisleitandinn Omos hafi aðeins verið peð sem fórnað var í þeirri leikfléttu.
Bað Sigríði um upplýsingar um Omos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.