Fyrirsjáanlegt

Þetta var nú búið að vera fyrirsjáanlegt í nokkra daga. Fyrst tilkynnti hún sig veika fyrir ríkisstjórnarfund um daginn því fjölmiðlar voru á staðnum - og svo frestaði Umboðsmaður alþingis að birta skýrslu sína um lekamálið - eflaust til að gefa Hönnu Birnu kost á að segja af sér.

Hættan við þessa ákvörðun hennar er þó sú að nú verði skýrsla Umboðsmanns ekki birt - og hann felli málið niður - sem og að samskipti ráðuneytisins og lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum verði ekki heldur rannsakað nánar. Kerfið verði þannig áfram jafn ógegnsætt og áður.

Vandamál Hönnu Birnu eru þó ekki úr sögunni. Hún situr enn sem þingmaður og sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og mun eflaust einnig þurfa að segja af sér þar.

Best hefði verið fyrir hana að gera það strax og fara að leita sér að vinnu utan stjórnmálanna. Það hefði einnig verið best fyrir flokkinn því það er alltaf erfitt að vera að burðast með lík í lestinni.


mbl.is Hanna Birna hættir sem ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband