Enn einn spekingurinn!

Meðan tveir helstu og virtustu sérfræðingar okkar í eldgosa- og jarðvísindafræðum, þeir Magnús Tumi Guðmundsson og Páll Einarsson, hafa stigið fram og sagt afdráttarlaust að litlar líkur sé á gosi í Bárðabungu úr þessu, heyrist í enn einum spekingnum sem þykist vita betur. Ármann Höskuldsson er annar, en hann hefur ítrekað spáð fyrir goslokum í Holuhrauni og dregið upp hryllingsmyndir af hugsanlegri framvindu jarðhræringanna eftir það.

Einnig hefur verið spáð hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum, ekki aðeins vegna goss í Bárðarbungu heldur einnig vegna þess að hraunið myndi stífla árfarveginn og stíflan svo bresta með tilheyrandi ósköpum.

Engin þessara "sviðsmynda" hefur þó orðið að veruleika og með hverjum mánuðinum sem líður verða þær ólíklegri.

Samt er enn verið að ala á einhverjum slíkum ótta - og enn gera Almannavarnir ráð fyrir harmfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum. Enn er lokað niður að Dettifossi að vestanverðu og bannað að taka möl við ána norður undir þjóðveginum við Ásbyrgi til að byggja upp veginn upp að Dettifossi norðanfrá!

Líklega er allar þessar "varúðarráðstafanir" gerðar til að ná peningum út úr ríkinu, enda hefur það tekist mjög vel. Jarðvísindastofnun og Veðurstofan hefur fengið mörg hundruð milljóna aukaframlög úr ríkissjóði sem og lögreglustjóraembættin á svæðinu. Lobbýisminn hefur gengið vel hingað til og því ekki að halda honum áfram?

En til eru heiðarlegir menn í bransanum sem nenna ekki að taka þátt í þessum leik ...


mbl.is Ekki hægt að útiloka gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 458036

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband