Gosið búið að kosta sitt

Eins og fram hefur komið hefur gosið í Holuhrauni kostað skattborgarana djúgan skildinginn. Nú síðast var í aukafjárlögum lofað 686 milljóna kóna aukaframlagi til stofnana eins og Veðurstofunnar, Landhelgisgæslunnar og fl.

Sumum finnst kannski skrítið að Landhelgisgæslan þurfi á aukafjárveitingu að halda vegna goss langt inn í landi en nú er skýringin komin, þ.e kostnaður vegna leigu á þyrlum gæslunnar!

Það þurfi reyndar neyðartilvik úti á sjó til að upplýsa það, eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þegar kalla átti þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sinna þessu skylduverkiefni var hún upptekin "á vegum Almannavarna" við að flytja tæknibúnað og vísindamenn að gosstöðvunum við norðanverðan Vatnajökul!

Já allt umstangið undanfarið í kringum gosið í Holuhrauni var næstum því búið að kosta meira en tæpar 700 milljónir króna. Mannslíf var næstum því einnig farið.

Er ekki kominn tími fyrir Almannavarnir og Landhelgisgæsluna að hætta þessari vitleysu - já eða fyrir ríkisstjórnina að grípa í taumana? Er ekki stefnan að spara á sem flestum sviðum?

Og hvað er eiginlega alltaf verið að rannsaka. Er hægt að réttlæta þennan gífurlega kostnað með rannsóknum á gosi fjarri mannabyggð, sem er með öllu hættulaust fyrir samfélagið?


mbl.is Varpa ljósi á myndun kvikugangsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband