9.1.2015 | 21:49
Tilraunamennska eða kannski ekki?
Loksins kom að því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta léki æfingarleiki. Tveir æfingarleikir gegn Kanada nú um miðjan janúar!
Og hópurinn er nú loksins tilraunakenndur þó svo að enn séu nokkur lík í lestinni eins og Þórarinn Valdimarsson og einnig uppvakningar eins og Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar sem enginn hefur heyrt talað um fyrr en nú.
Hins vegar eru menn enn skildir eftir sem ætla mætti að styrktu þetta lið, menn eins og Steinþór Þorsteinsson og Indriði Sigurðsson, Viking, Pálmi Rafn Pálmason (Lilleström/KR), Hjálmar Jónsson, Gautaborg, Guðmundur Kristjánsson, Start, og Arnór Ingvi Traustason Norrköping (en hann átti stórleik með 21. árs liðinu gegn Dönum nú í haust). Í staðinn eru menn eins og Ólafur Finsen og Elías Ómarsson valdir, auk þeirra áðurnefndu Þórarinn og Hörð.
Þá er einnig athyglisvert að Rúrik og Theódór Elmar séu í þessu liði þar sem maður hefði haldið að þeir væru gefnir í A-liðið. Gaman hefði verið að sjá í staðinn Helga Val og Hólmar Örn, jafnvel Ólaf Skúla og Hörð B. Magnússon sem eru nokkuð langt frá byrjunarliðinu eins og er. Einnig Viðar Örn sem hefur fengið fá tækifæri með A-liðinu. Svo er auðvitað spurning um Birki Má. Er hann öruggur um sæti sitt í byrjunarliði aðalliðsins og því ekki valinn nú? Svo er það eilífðarspurningin um Björn Bergmann Sigurðarsson. Gefur hann kost á sér eða ekki?
Fimm nýliðar í fótboltalandsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.