27.1.2015 | 20:08
Eru allir sáttir við þessa staðsetningu?
Mér finnst nú vægast sagt fáránlegt að vera að byggja á þessum stað í Öskuhlíðinni. Nógu slæmt var að leyfa byggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hann er, svo ekki sé verið að bíta höfuðið af skömminni með að færa byggingarsvæðið lengra inn í Öskuhlíðina (og austar) þar sem hún hefur fengið að vera í friði til þessa.
Þetta er auðvitað eitt fallegasta og vinsælasta útivistarsvæðið í borginni og algjör skandall að ganga svona á það. Auk þess mun fylgja þessum framkvæmdum það mikið rask að fjölfarni hjóla- og göngustígurinn þar fyrir neðan mun eflaust vera lokaður á meðan á framkvæmdum stendur.
Ég hvet fólk til að mótmæla þessu - og ásatrúarmenn til að hætta við þessar framkvæmdir og reisa hofið einhvers staðar annars staðar.
Hof Ásatrúarmanna rís 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.