Er fjármálaráðherra hæfur til að taka á þessu máli?

Það hlýtur að vera spurning hvort Bjarni Benediktsson sé hæfur til að taka ákvörðun af eða á í þessu máli. Ættartengsl hans við aðila sem hafa grunsamlega oft farið í gjaldþrot eftir hrun - með engar eignir í fyrirtækjunum eins og síðasta dæmið um eignarhaldsfélag N1 - svo sem föður hans og föðurbróður, hlýtur að vekja upp spurningar hvort þeir, eða einhverjir aðrir sem Bjarni tengist, eigi fé í erlendum skattskjólum. Framferði Bjarna í þessu máli gæti því byggst á frændhygli, nepotisma.

Reyndar eru fréttirnar um breska bankann, sem var með skattaskjólsútibú í Sviss, þannig að upplýsingar um slíka skattsvikara ættu að geta legið frammi án mikils tilkostnaðar af ríkisins hálfu. Bretar og Frakkar hafa í mörg ár veitt aðgang að þeim gögnum sem nú eru komin í fréttirnar og hafa lengi aðstoðað stjórnvöld í mörgum löndum við að koma lögum yfir þessa aðila.

Væri ekki eðlilegt að við byrjuðum á því að fá upplýsingar um þá áður en lengra er haldið? Sektir fyrir skattsvik yfir einn milljarð króna ætti að gefa talsvert í þjóðarbúið.

http://kvennabladid.is/2015/02/09/spurt-um-haefi-fjarmalaradherra-vegna-kaupa-a-skattaskjolsgognum-konnun/

 


mbl.is Skilyrði fyrir kaupum ekki uppfyllt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 461721

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 196
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband