Fyrst Brynjar síðan Heimdellingarnir!

Ömundur Jónasson hefur verið að skrifa á heimasíðu sinni athugasemdir sínar um Landsbankann og skattaskjólið sem bankinn kom upp á Guernsey um aldamótin og svo stemmninguna hjá ungum sjálfstæðismönnum þá. Þeim fannst slík skattsvik ofur eðlileg og sjálfsögð og tóku undir með Landsbankamönnum sem kölluðu þau "hagstæð skattaleg skilyrði"! Þetta var reyndar gert þá með fullum stuðningi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og krata.

Gott var því að heyra í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjallanna í Kastljósinu í gærkvöldi að þetta sé ekki lengur liðið í flokknum, eða í ríkisstjórninni.

http://ogmundur.is/annad/nr/7346/

Tekið skal fram að gögnunum frá HSBC bankanum í Sviss var á sínum tíma stolið. Samt hafa nær öll skattayfirvöld í Evrópu og vestanhafs leitast eftir að fá þær upplýsingar og munu eflaust þurfa að borga sitt fyrir þær.

Merkileg reyndar þessi drottningarviðtöl undanfarið við skattrannsóknarstjóra. Af hverju er hún ekki spurð um hugsanleg "kaup" á upplýsingum um peningaeignir Íslendinga í HSBC bankanum - og af hverju ekki sé löngu búið að gera ráðstafanir til að fá gögnin? Þau hafa staðið skattayfirvöldum um allan heim til boða í um fimm ár eða frá 2010!

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/Derfor-ba-ikke-Norge-om-SwissLeaks-listene-7896740.html


mbl.is Sætir það fangelsi að kaupa gögnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband