Hryðjuverkasamtök?

Hver er það eiginlega sem hefur komið þessari skilgreiningu á samtökin? Bandaríkjamenn? Ég veit ekki til þess að SÞ hafi skilgrein þau sem slík.

Áður, þegar CIA sá þeim fyrir vopnum í gegnum bandamenn sína í Líbýu og þau börðust gegn Sýrlandsstjórn, voru liðsmenn þeirra kallaðir uppreisnarmenn. Núna, þegar þeir eru komnir inn í Írak og farnir að berjast við leppstjórnina sem vestrænar þjóðir komu til valda þar, kallast þeir hryðjuverkamenn! 

Samt njóta þeir enn stuðnings þjóða eins og Katar og Saudí-Arabíu sem voru dyggir stuðningsmenn vestrænna ríkja í því að steypa Saddam Hussain og Gaddafi að stóli og drepa þá.

Kannski er það einmitt það sem gerir samtökin að hryðjuverkasamtökum? Fjöldi fyrrum stuðningsmanna Hussains berst með þeim og fjöldinn allur af sunnítum sem eru hundeltir og kúgaðir af núverandi stjórnvöldum í Írak.

Amk er ljóst að innrásin í Írak á sínum tíma og loftárásirnar á Libýu eru helsta ástæðan fyrir vexti og styrk IS - rétt eins og ástæðan fyrir uppkomu Talibana í Afganistan á sínum tíma var stuðningur frá Bandaríkjunum.

Já, vesturveldin eru snillingar í að vekja upp drauga. Spurningin er hins vegar hvort þau séu eins snjöll að kveða þá niður? Á meðan er hentugt að kalla þá hryðjuverkamenn. Þá má gera hvað sem er við þá, meira að segja fremja hina verstu stríðsglæpi. 


mbl.is Réðust á bandaríska herstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 458039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband