17.2.2015 | 20:12
Um typpi og trú
Ekki veit ég nú alveg hverjir fara á límingunum vegna skrifa Jóns Gnarrs um trúna, vísindin, guð og guðleysið. Vísindin eru sannindi, sagði hann, nokkuð sem ég hélt að menn hafi hætt að fullyrða fyrir um fimmtíu árum eða svo. Vísindi og trú eru ekki lengur þær andstæður sem löngum hefur verið talið, eða allt frá tímum upplýsingarinnar. Vísindin byggjast á tilgátum, þó oft "sannanlegum" þangað til annað reynist sannara, rétt eins og trúin.
Annars er svar sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar í Fréttablaðinu í dag nokkuð gott, a.m.k. þetta (sem kom af gefnu tilefni): "Að fara úr nærbuxunum og hrista sprellann gengur í nektarnýlendum en dugar ... ekki til að skilgreina fólk. Við eigum að virða fólk en typpa það ekki."
Einnig svar þeirra presthjónanna Árna Svans og Kristínar Þórunnar, Svör þessi eru yfirveguð og alls ekki farin úr límingunum. Reyndar ekki heldur fésbókarfærsla sr. Jónu Hrannar sem vitnað er í.
Því er auðvitað spurning hver sé farin á límingunum - ef nokkur?!
Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 458040
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.