Hræðsluáróður eða?

Það er oft talað um að fjölmiðlar séu fjórða valdið - en jafnframt að þeir hafi fyrst og fremst það hlutverk að segja hluti sem þykir passandi á hverjum tíma. 

Svo var í aðdraganda hrunsins þegar athafnamönnunum "okkar" var daglega hampað fyrir snilld sína og útsjónarsemi. Nú er talað um slíkt hjá fjölmiðlum í útlöndum. Þeir, ásamt stjórnmálamönnunum, auki mjög á ótta fólks við hryðjuverk - og séu þannig öflugustu terroristarnir sjálfir.

Hér heima sjáum við þetta best í umfjölluninni um fjölmiðlagosið í Holuhrauni og hugsanlegu gosi undir jökli.Það er sama hve alvarlegir jarðvísindamenn eins og Magnús Tumi Guðmundsson og Páll Einarsson endurtaka það oft, að sama sem engin hætta sé á gosi í Bárðarbungu, sífækkandi jarðskjálfar þar séu besta dæmið um það, þá er samt sem áður enn verið að "vonast" eftir einhverju stærra og meira. Skiljanlegt svo sem því engar fréttir eru vondar fréttir fyrir fjölmiðlana.

Svo eru auðvitað nokkrir vísindamenn sem eru einstaklega lagnir við að fóðra þessar tilneigingar hjá fjölmiðlafólki - og hrópa eins og drengurinn forðum: "Úlfur, úlfur". Svo tekur enginn mark lengur á þeim þegar hinn raunverulegi vágestur kemur.


mbl.is Hvar mun gjósa næst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband