Pútín-fóbían

Það er ótrúlegt að horfa upp á grílumyndirnar sem vestrænir fjölmiðlar draga upp af meintum óvinum sínum sí og æ. 

Lengi voru það Saddam Hussain og Gaddafi en nú þegar búið er að drepa þá báða verður að finna aðrar grílur og hefur svo sem tekist ágætlega með leiðtoga Norður-Kóreu.

Nú síðast er það Pútín sem gerðist svo grófur að standa gegn útþennslustefnu Evrópusambandsins og NATÓ í austurátt, eða alveg upp að landamærum Rússlands.

"Innlimun" Krímskaga, sem alltaf hefur verið hluti að Rússlandi nema síðustu 20 ár, og "afskipti" Rússa að Úkraínudeilunni gerðu Pútín og Rússa almennt að vondu körlunum rétt eins og verið hafði á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins.

Eða eins og einhver sagði. Pútín má ekki hverfa úr fjölmiðlum í nokkra daga, þá er farið að ýja að andláti hans eða stórfelldum veikindum - en þegar ekkert heyrist í forsætisráðherra Íslands svo vikum skiptir verða allir landsmenn fegnir!

 


mbl.is Mætir Pútín á fundinn í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 212
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband