18.3.2015 | 11:05
Jóhann Berg sem liðauki hjá okkur?
Eins og fram hefur komið undanfarið er Jóhann Berg Guðmundsson búinn að gera það gott í vetur með Charlton í ensku B-deildinni, en hann kom til liðsins í haust og hefur spilað nær alla leiki þess og skorað átta mörk.
Hann hefur þó ekki spilað mikið með íslenska landsliðinu undanfarið og sérstaklega lítið í undankeppni EM. Ekkert í leiknum gegn Tyrkjum í september og ekkert í leikjunum gegn Lettum og Hollendingum í október. Þá kom hann inná undir lokin í tapleiknum gegn Tékkum.
Samt var hann byrjaður að spila á fullu með liði sínu og standa sig vel þegar þessir leikir fóru fram. Hvað þarf eiginlega til að komast í byrjunarlið Íslands?
Vonandi verður hann valinn núna, ekki aðeins vegna frammistöðu hans í vetur með Charlton, heldur líka vegna leiksins gegn Sviss í undankeppni HM.
Í ljósi þess ætti Jóhann Berg að vera mikill liðsauki fyrir íslenska landsliðið.
![]() |
Kasakstan fær liðsauka fyrir Íslandsleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 461722
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 197
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.