Fastir liðir eins og venjulega!

Eins og flestum er kunnugt eru landsliðsþjálfararnir ekki mikið fyrir breytingar. Þó var gerð athyglisverð tilraun í æfingaleikjunum gegn Kanada í janúar síðastliðnum. Að vísu vegna þess að þeir sem voru að spila með félagsliðum sínum á þessum tíma (í Englandi, Ítalíu, Belgíu og Hollandi) voru ekki með.

Þar voru hins vegar menn eins og Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Þórarins­son, Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrisson að leika vel en eru ekki valdir núna. Björn Daníel hefur auk þess verið að leika sérstaklega vel með Viking í æfingaleikjum að undanförnu.

Aðrir sem hafa verið að leika vel undanfarið, menn eins og Ólafur I. Skúlason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru ekki valdir og ekki heldur Hólmar Örn Eyjólfsson.

Uppáhaldsleikmenn þjálfaranna, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason, eru hins vegar enn og aftur valdir, þrátt fyrir að hafa staðið sig illa í landsleikjum undanfarið.

Reyndar segja forráðamenn Viking, liðs Jóns Daða, að þeir vildu gjarnan að hann léki eins vel með félagsliðinu eins og hann leiki með landliðinu - en þar byggja þeir á misvitrum fjölmiðlamönnum sem sjá ekki sólina fyrir Jón Daða þótt ástæðan fyrir sólarleysinu hjá íþróttaskríbentunum sé allt önnur en leikmaðurinn.


mbl.is Eiður með í Kasakstan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 459961

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband