23.3.2015 | 08:35
Hægri armurinn vann en tapaði þó
Ljóst er eftir nýafstaðinn formannsslag í Samfylkingunni að það eru tvær fylkingar sem takast á í flokknum, hægri og vinstri ef við notum gömul hugtök. Einnig er ljóst að uppgjörið við Hrunið á enn eftir að fara fram innan flokksins - en að formannsslagurinn sé hluti af því óuppgerðu. Sigríður Ingibjörg kom inn í Samfylkinguna eftir Hrun og eflaust kosinn á þing sem fulltrúi þeirra sem felldu Hrunstjórnina á fundinum fræga í Þjóðleikshúskjallaranum.
Árni Páll var reyndar í andófinu þá sem þingmaður en sýndi sig samt vera fulltrúi forystunnar þegar á reyndi eftir kosningarnar 2009.
Nú er uppgjörið að byrja, fyrst með því að gagnrýna Drekasvæðisskandalinn sem Össur Skarphéðinsson var höfundurinn að, og hafna því ævintýri - og svo með því að leggja fram tillögu þar sem Nató og fríverslun yrði sleppt úr ályktun flokksþingsins. Að vísu var sú tillaga fellt en með aðeins um 10 atkvæða mun, sem verður að teljast til tíðinda af þessum annars stæka NATÓ- og ESBsinnaða flokki.
Vinstri öflin eru greinilega farin að þora að láta á sér kræla. Fer þá vonandi að styttast í uppgjörið við þátt flokksins í Hruninu.
Undiraldan komin upp á yfirborðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 153
- Frá upphafi: 459962
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.