Sérhver maður er saklaus þar til ...

Það er merkilegt hvað fjölmiðlar og fleiri eru fljótir að finna sökudólginn. Yfirleitt hafa menn ekki verið svona yfirlýsingaglaðir þegar um flugslys, eða önnur stórslys, er að ræða og bíða eftir niðurstöðu opinberra rannsókna (flugslysanefnda osfrv.).

Saksóknari í Frakklandi var hins vegar fljótur á sér og kallaði slysið morð - og þá væntanlega aðstoðarflugmanninn morðingja. Þetta éta allir fjölmiðlar upp. Síðan kemur æsifréttablaðið Bild með sína útgáfu og enn éta fjölmiðlar þetta upp.

Spurningin er hvort ekki sé rétt að hætta að tala um dómstól götunnar og tala frekar um dómstól fjölmiðlanna, svo lágt er nú komið fyrir þeim.

Og allt byggist þetta á einhverjum afrita eða svörtum kassa sem mun í þokkabót vera illa laskaður eftir slysið.

Eða er kannski fréttaflutningurinn fyrst og fremst hugsaður til að fría flugfélagið, flugvélaframleiðandann og flugmálayfirvöld undan ábyrgð - sem og stjórnvöld almennt vegna þeirra fáránlegu varúðarregla sem gilda í fluginu?


mbl.is Reyndi að brjóta niður hurðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband